Fréttir

ÍSÍ og UMFÍ leita að sextán hæfileikaríkum og metnaðarfullum einstaklingum með brennandi áhuga á íþróttastarfi á Íslandi til að taka þátt í að byggja upp öflugt starf íþróttahéraða á öllu landinu.  

Starfsmennirnir verða staðsettir á átta svæðastöðvum um allt land en tveir starfsmenn verða á hverri stöð.

Horft er til þess að starfsmennirnir sextán muni vinna saman sem einn þar sem styrkleikar og hæfileikar hvers og eins verða nýttir. 

Starfsfólk svæðastöðva tekur þátt í að skapa tækifæri og þróa árangursríkt íþróttaumhverfi fyrir börn - og ungmenni, fá tækifæri til að vinna að fjölbreyttum verkefnum sem miða að því að hámarka tækifæri barna og ungmenna til íþróttaiðkunar. 

Starfsemi svæðastöðva byggir á teymishugsun þar sem samvinna, fagmennska og framsækni í sterkri liðsheild er grundvallaratriði.  

45. Héraðsþing HHF

Laugardaginn 9. mars síðastliðinn fór fram 45. Héraðsþing HHF á Vegamótum á Bíldudal. Þingið fór vel fram og sköpuðust góðar umræður. Vakti Birna Hannesdóttir, formaður HHF, athygli á því í  skýrslu stjórnar, að mikilvægt væri að skoða aðstöðumál til íþróttaiðkunar á svæðinu og gera úttekt til þess að hægt sé að móta stefnu til framtíðar með sveitarfélögunum með úrbótum. 

Jóhann Steinar Ingimundarson formaður UMFÍ og Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ voru gestir á fundinum og veittu þeir heiðranir til félagsmanna okkar sem sjá má fyrir neðan.

Allir stjórnarmeðlimir buðu sig fram áfram og var það samþykkt. Fundargerð og öll skjöl fundar má finna hér.

Silfurmerki ÍSÍ - Björg Sæmundsdóttir

Gullmerki ÍSÍ - Margrét Brynjólfsdóttir

Starfsmerki UMFÍ - Ásdís Guðjónsdóttir, Guðrún Helga og Valgerður Jónasdóttir, langstökks þríeykinu 

Gullmerki UMFÍ - Heiðar Ingi Jóhannsson

Hér má sjá rafræna kveðju frá Ólafi Sveini sem flutt var á Héraðsþingi HHF.

20240308_181635.mp4
Héraðsþing HHF 2024

Meistaramót Íslands 11-14 ára

Meistaramót 11-14 ára fór fram 10.-11. febrúar. Við erum aftar stolt af öllum keppendum en við vorum með 13 þátttakendur skráða á mótið, hinsvegar forfölluðust tveir vegna veikinda á seinustu stundu. Fengum við mikið hrós og athygli fyrir fjölda þátttakenda en við vorum meira að segja fleiri en UFA frá Akureyri.

Við áttum þrjá keppendur í topp tíu í 11 og 12 ára flokkum í fjölþraut. Nokkra í toppsætum í greinum og margir persónulegir sigrar, það er akkúrat það sem við viljum sjá, bætingar á milli móta. Í stigakeppninni var HHF í 8. sæti af 17 þátttökuliðum sem telst mjög góður árangur miðað við lítið lið.

Áfram HHF !!


Stórmót ÍR

HHF var með 10 keppendur á Stórmóti ÍR 20.-21. janúar og stóðu þau sig öll frábærlega. Miklar bætingar voru hjá krökkunum og við erum svo stolt af þeim öllum. Fyrst og fremst sigur að mæta til keppni, það krefst hugrekkis að mæta í stóru höllina og taka þátt.

Framtíðin er björt hjá HHF !!