Í Vesturbyggð er ágætis aðstaða til iðkunar á alls konar íþróttagreinum. Öll þéttbýli hafa vel útbúin íþróttahús, Sundlaugar opnar allt árið á Tálknafirði og Patreksfirði. Völuvöllur Bíldudal er fullbúinn frjálsíþróttavöllur með 400m malarhlaupabraut. Vatneyrarvöllur á Patreksfirði er fallegur grasvöllur með tartan stökk- og kastsvæði. 4 KSÍ sparkvellir eru á svæðinu ásamt strandblaksvelli sem staðsettur er við tjaldsvæði og íþróttamiðstöð í Tálknafirði.

Á svæðinu eru tveir golfvellir. Annar í Vesturbotni við Patreksfjörð og hinn að Hóli við Bíldudal. Vellirnir eru skemmtilegir 9 holu velli í fallegu umhverfi sem gera þá vænlega til heimsóknar. Skotíþróttasvæði er í landi Hlaðseyrar við Patreksfjörð. Er það vel útbúið með skothúsi fyrir riffilbraut ásamt svæði til leirdúfuskotfimi.

Fyrir utan mannvirki býður stórbrotin náttúran upp á marga möguleika til útivistar og heilsubótar. Á teikniborðinu eru heilsustígar sem vonandi koma til með að prýða umhverfi Patreksfjarðar og Bíldudals á næstu árum. Mikið af gönguleiðum eru á svæðinu sem henta fólki á mismunandi getustigum til göngu.

Náttúrulaugar eru víðsvegar á svæðinu. Hæst ber að nefna Pollinn í Tálknafirði, sundlaugina í Reykjafirði, sundlaugina við Brikimel á Barðaströnd og Hellulaug við Flókalund á Barðaströnd.