Áfram HHF
Héraðsambandið Hrafna-Flóki - Stofnað árið 1971
Þátttökuverkefni HHF
Fyrirmyndarhérað ÍSÍ er verkefni sem samþykkt var á Íþróttaþingi ÍSÍ árið 2015. Íþróttahéruð ÍSÍ hafa nú möguleika á að sækja um viðurkenningu til ÍSÍ fyrir fyrirmyndarstarf. Viðurkenning fæst að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem ÍSÍ setur. Forystumenn sex íþróttahéraða ÍSÍ komu að gerð þessa verkefnis og varð niðurstaðan ákveðinn gátlisti með þeim atriðum í starfsemi íþróttahéraðanna sem héruðin þurfa að uppfylla. Íþróttahéruð geta því á hvaða tímapunkti sem er sótt um þessa viðurkenningu og hvetur ÍSÍ stjórnir íþróttahéraða til að sækja um.
Nú stendur yfir vinna í að gera HHF að fyrirmyndarhéraði ÍSÍ og hefur handbók HHF verið unnin samhliða þeirri vinnu. Handbókina má sjá hér.
,,Sýnum karakter“ er átaksverkefni UMFÍ og ÍSÍ um þjálfun sálrænnar og félagslegrar færni barna og ungmenna í íþróttum. Hugmyndafræði verkefnisins byggir á að hægt sé að þjálfa og styrkja sálræna og félagslega færni iðkenda eins og líkamlega færni.
Héraðssambandið Hrafna-Flóki vinnur nú að innleiðingu verkefnisins í þjálfun barna og unglinga.
Æskulýðsvettvangurinn er samstarfsvettvangur Ungmennafélags Íslands, Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi og Slysavarnafélagins Landsbjargar. Æskulýðsvettvangurinn var stofnaður árið 2007 en formleg stofnun fór fram sumarið 2012.
Héraðssambandið Hrafna-Flóki hefur aðild að Æskulýðsvettvanginum í gegn um UMFÍ og getur því nýtt sér áætlanir og reglur sem hann hefur sett sér. Héraðssambandið telur mikilvægt að hafa óháðan aðila í bakhöndinni við úrvinnslu viðkvæmra mála.